Aðferðin sem hér um ræðir hefur verið notuð í margar aldir og má segja að þetta sé fegrunarleyndarmál stjarnanna.
En fyrirsætur og aðrir frægir einstaklingar sem eru í sviðsljósinu hafa víst notað þessa aðferð með góðum árangri.
Gamalt og gott sem virkar
Stjörnur eins og leikkonan Joan Crawford, sem var táknmynd fegurðar á sínum tíma, notaði þessa aðferð og fyrirsætan vinsæla Kate Moss notar hana líka.
Þannig að þetta er síður en svo eitthvað nýtt – og afar gott að vita af einhverju svona góðu, gömlu og einföldu sem virkar.
En hver er svo aðferðin?
Jú, það er að frysta á sér andlitið!
Kannski ekki alveg í orðsins fyllstu, því hér er um að ræða andlitsísbað.
Það sem ísbaðið gerir er að það dregur samstundis úr þrota í andlitinu og minnkar svitaholur húðarinnar til mikilla muna.
Og hvernig er þetta svo gert?
Þú getur annað hvort dýft andlitinu ofan í ísvatn í stórri skál (eða bala og öðru slíku) nokkrum sinnum í röð í 10 til 12 sekúndur með hléum. Þótt þér finnist í fyrstu þetta ekki vera neitt mál þá er það síður en svo auðvelt. En algjörlega þess virði.
Þú getur líka sett klaka í þunnan mjúkan klút eða bréfþurrku og nuddað nokkrum sinnum yfir andlitið í 10 sekúndur í senn í nokkur skipti.
Við lofum því að þú munt glaðvakna við þetta en það er ekki það eina því ísbaðið örvar blóðrásina og gefur húðinni ljóma. Og eins og áður sagði þá dregur þetta úr þrota og gerir svitaholur minna áberandi.
Svo kostar þetta auðvitað ekki neitt. Og hver elskar ekki einföld og góð ráð sem ekkert kosta!