Þeir sem eru með slétt hár dreymir gjarnan um að hafa krullur og liði í hárinu á meðan þeir sem eru með krullurnar dreymir um slétt hár.
Og það góða við þetta er að í dag er þetta allt mögulegt. Sléttujárnin hjálpa þeim sem vilja hafa hárið slétt og krullujárnin þeim sem vilja hafa krullur og liði.
Engin heit tæki og tól
En svo eru líka margir sem vilja ekki endalaust nota heit tæki og tól í hárið og þá er nú gott að kunna önnur trix til að setja t.d. krullur í hárið. Margar aðferðir eru til en hér er ein sem gefur miklar og flottar krullur, næstum eins og maður hafi farið í permanent. Og algjörlega án þess að nota heit tæki.
Það sem þú þarft hins vegar að nota er gott mótunarefni fyrir hárið, litlar spennur og hárbursta eða greiðu.
Þú skiptir hárinu í nokkra hluta, setur mótunarefnið í hvern lokk/hluta og snýrð upp á hárið og festir síðan með spennunum. Þegar allt hárið er komið upp í snúninga sefurðu með þetta – eða ef þú gerir þetta að degi til þarftu að bíða með snúninga í hárinu í nokkra tíma. Og útkoman er glæsileg eins og sjá má á myndbandinu.
En hér geturðu séð skref fyrir skref hvernig þetta er gert.