Þessi 12 ára stelpurófa er alveg fáránlega hæfileikarík og skemmtileg.
Hún mætti í prufur í America´s Got Talent á dögunum – og sló svo rækilega í gegn að hún fékk gullna hnappinn frá Mel B.
Nú er þessi snillingur kominn í undanúrslit í þessari stóru keppni og slær ekki feilpúst frekar en fyrri daginn. En hér mætir hún t.d. í undanúrslitin með allt aðra brúðu en í prufurnar.
Þetta nýjasta atriði hennar á klárlega eftir að fleyta henni áfram í úrslit enda er hún með eindæmum hæfileikarík þar sem hún syngur, gerir grín og notar búktal. Það er ekki nóg með að hún syngi ótrúlega vel með munninn lokaðan heldur er hún greinilega mikill húmoristi.
Þvílíkir hæfileikar hér á ferð!
Smelltu HÉR til að sjá fyrstu prufuna hennar.