Hann veit ekki alveg hvað hann er gamall því Emmanuel Kelly og bróðir hans fundust í skókassa í Íraksstríðinu og enduðu á munaðarleysingjahæli.
Áströlsk móðir þeirra kom á hælið og upphaflega var ætlunin sú að hún kæmi þeim undir læknishendur og í aðgerð. En drengirnir tveir voru svo heppnir að hún féll algjörlega fyrir þeim og ættleiddi þá síðan.
Ekki skrýtið að Emmanuel segi móður sína hans hetju í lífinu enda bjargaði hún þeim bræðrum og gerði þeim kleift að eiga betra líf.
Tók lag um frið og betri heim
Emmanuel Kelly tók þátt í X Factor í Ástralíu og syngur hér Imagine eftir John Lennon. En eins og flestir vita fjallar texti lagsins einmitt um betri heim.
Reyndu að komast í gegnum þetta myndband án þess að fá tár í augun – því það er ekki hægt!