Sumir dagar eru betri en aðrir og þessi dagur mun klárlega verða henni Andrea Diaz minnisstæður.
Þökk sé kuðungsígræðslu fékk hún heyrnina og er alveg yndislegt að sjá viðbrögð hennar þegar hún heyrir í sjálfri sér og síðan kærasta sínum.
En honum tókst að gera daginn enn minnisstæðari þegar hann fór á hnén og bað hennar þar sem hann vildi að eitt það fyrsta sem hún heyrði væri bónorð hans.
Já reyndu bara að halda aftur af tilfinningunum og tárunum… ekki gátum við það!