Við erum afskaplega hrifin af notkunarmöguleikum matarsóda og þreytumst seint á því að kynna fyrir lesendum okkar fjölmargar leiðir til þess að nota þetta hvíta undraduft.
Matarsódi fyrir fæturna
Nú er komið að því að taka fæturna í gegn fyrir sandalana og opnu skóna – og að sjálfsögðu er líka hægt að gera það með matarsóda.
En með þessari aðferð er hægt að losna við sprungur og þurrk af hælum og iljum og fá mjúka fætur.
Þannig færðu mjúka sumarfætur
Settu 4 til 5 lítra af volgu vatni í bala.
Bættu 3 msk af matarsóda út í vatnið.
Hrærðu vel í þessu svo sódinn leysist allur upp.
Til að gera upplifunina eins og þú sért í „spa“ er gott að setja nokkra dropa af lavenderolíu út í vatnið – en það er þó ekki nauðsynlegt. Lyktin af olíunni er róandi og veitir vellíðunartilfinningu.
Settu fæturna í vatnið og hafðu þær í balanum í 15 til 20 mínútur.
Síðan skaltu taka grófan svamp, bursta, stein eða annað slíkt til að nudda iljarnar, hliðarnar og hælana.
Að því loknu skaltu bera nærandi krem á fæturna og þekja þá vel með kreminu – það er líka hægt að nota kókosolíu og vaselín.
Farðu í sokka til að loka rakann inni.
Ef þú gerir þetta um kvöld er mjög gott að sofa í sokkunum alla nóttina.
Til að byrja með er gott að gera þetta einu sinni til tvisvar í viku en þegar fæturnir eru orðnir þokkalega mjúkir er nóg að gera þetta einu sinni til tvisvar í mánuði.
Auðvitað má svo nota þessa aðferð allan ársins hring og er hún síður en svo bundin við sumarið.