Neglur okkar, bæði kvenna sem karla, vilja gjarnan verða gular. Ástæðurnar geta verið ýmsar, eins og t.d. naglalakksnotkun, reykingar, vinna með hin ýmsu matvæli og margt fleira.
En vissir þú að það má nota það sama og þú notar á tennurnar til þess að ná þessari gulu slykju af nöglunum?
Já það er hægt að nota tannkrem á neglurnar!
Og svona gerir þú það
Finndu til tannkrem og tannbursta sem þú ert hætt/ur að nota (eða fáðu þér nýjan í verkefnið).
Berðu tannkrem vel á neglurnar.
Burstaðu síðan almennilega yfir neglurnar með tannburstanum.
Leyfðu tannkreminu síðan að liggja í örfáar mínútur á nöglunum.
Til að ná fram sem bestu áhrifum er gott að hreinsa neglurnar svo með peroxíði.
Með þessari aðferð verða neglurnar ekki aðeins bjartari og hvítari heldur líka sterkari.
Það má líka nota töflur til að hreinsa gervitennur til að hreinsa neglurnar
Þá eru töflurnar leystar upp í skál með heitu vatni og farið eftir leiðbeiningum á pakkanum.
Þegar búið er að leysa töflurnar upp er fingrunum/nöglunum stungið ofan í skálina í 4 til 5 mínútur.
Að lokum eru neglurnar þrifnar og þurrkaðar með vatni og klút. Þetta ætti að gera einu sinni á dag fyrir hámarks árangur.