Yfir sumartímann er svo óskaplega notalegt að leyfa fótunum aðeins að anda og njóta sín – sem þýðir að maður vill gjarnan vera berfættur.
En það er ekkert gaman að vera á tásunum ef húðin á fótunum er þurr, hörð, sprungin og hvít af þurrki. Það þarf nefnilega að hugsa vel um húðina bæði á höndum og fótum, og þá ekki síst þegar maður eldist.
Virkilega góð aðferð
Það eru margar aðferðir til þess að gera fæturna mýkri og fallegri en ég er afskaplega hrifin af einni sem hefur reynst mér vel. Og ég vil meina að hún sé alveg náttúruleg þótt efnin sem ég noti komi úr brúsa.
Málið er að ég er mikill aðdáandi Blue Lagoon varanna, enda unnar úr dásamlegu lóninu og auðvitað án allra parabena. Sem gerir þær einstaklega hentugar fyrir allar konur sem eru í hormónaveseni.
Innan húðvörulínu Blue Lagoon eru þrjár vörur sérstaklega fyrir fætur – það er Foot Scrub, Foot Balm og Foot and Leg Lotion. Ég nota alltaf tvær þeirra saman og það fer eftir ástandi fótanna hvort ég nota Foot Balm eða Foot and Leg Lotion, og reyndar líka eftir því hversu mikinn tíma ég hef.
Fótaskrúbburinn örvar blóðrásina og mýkir fæturna. Fótasmyrslið (Foot Balm) mýkir og nærir þurra og grófa húð. Og fótakremið (Foot and Leg Lotion) sem er frískandi og endurnærandi kælir, róar og mýkir húðina. Fótakremið er líka frábært eitt og sér eftir langan dag.
Svo einfalt en notalegt
Ég byrja á því að bleyta fæturna vel í fótabaði. Ber síðan skrúbbinn á fæturna og nudda honum vel inn í húðina með höndunum. Og nudda hörðu svæðin enn betur. Leyfi þessu svo að liggja á fótunum í nokkrar mínútur. Hreinsa síðan vel af og þurrka fæturna.
Það fer síðan alveg eftir því hversu mikinn tíma ég hef hvort ég nota fótakremið eða smyrslið. Ég verð samt að viðurkenna að ég nota fótakremið (Foot and Leg Lotion) líklega mun oftar. En ástæðan er sú að það smýgur vel inn í húðina og fæturnir þorna því fljótt, á meðan fótasmyrslið þarf meiri tíma til að fara inn í húðina. En fótasmyrslið er rosalega gott ef fæturnir eru mjög þurrir. Eftir skrúbbinn ber ég sem sagt krem eða smyrsli á fæturna og nudda því inn í húðina. Og ég get lofað ykkur því að þetta er svo notalegt.
Og ef þú gefur þér góðan tíma
Þegar ég svo gef mér virkilega góðan tíma finnst mér afskaplega gott að setja Blue Lagoon Bath Salt út í heitt fótabað og leyfa fótunum að liggja í því í svona 15 mínútur. Bera síðan skrúbbinn á og nudda vel, og enda á kreminu.
En þótt þetta sé afskaplega notalegt og gott yfir sumartímann, þegar maður vill hafa fæturna í góðu ástandi, þá er þetta engu að síður algjörlega nauðsynlegt yfir vetrartímann. Því á veturna, í kuldanaum, eru fæturnir einmitt hvað þurrastir.
Og ekki má gleyma að þessar fótavörur eru ekki bara fyrir konur því þetta er auðvitað líka frábært fyrir karlana okkar.
jona@kokteill.is