Að fá nægan svefn er mikilvægt upp á almennt heilsufar, bæði líkamlegt sem andlegt. Rannsóknir benda til að okkur sé nauðsynlegt að fá á milli sjö og níu tíma svefn á nóttu.
Viðvarandi vandamál
En góður svefn er ekkert sjálfsagður og flestir lenda einhvern tímann í því að geta ekki sofnað á kvöldin. Þá taka við endalausar byltur og snúningar sem minnka enn frekar líkurnar á því að sofna. Og hjá sumum er svefnleysi viðvarandi vandamál.
Þegar erfitt er að sofna eru oft góð ráð dýr. Ýmsar leiðir og aðferðir eru notaðar til að komast sem fyrst inn í draumalandið. Á meðan sumir taka svefntöflur leita aðrir annara leiða til að fá þá hvíld sem þeir þarfnast.
Náttúrulegur drykkur með þremur hráefnum
Þessi náttúrulegi drykkur hér að neðan getur komið að góðum notum þegar þú nærð bara alls ekki að sofna. Drykkurinn ætti að hjálpa þér að festa blund fljótt og vel. Og það besta er að líklega áttu nú þegar í skápunum heima hjá þér þau þrjú hráefni sem þarf.
Það sem þú þarft
1,8 dl af mjólk (tæpur 1 bolli)
1 tsk af hunangi
1 dropa af vanilludropum
Aðferð
Hitið mjólkina í litlum potti en ekki láta sjóða.
Hellið mjólkinni síðan í glas og hrærið hunanginu strax út í og bætið að lokum vanilludropanum við.
Drekkið þetta síðan áður en farið er í rúmið.
Ástæða þess að þetta virkar svo vel er sú að mjólkin inniheldur kalk, en kalkið hjálpar líkamanum að losa um melatónín. Því meira melatónín því betri svefn. Og hunangið inniheldur síðan amínósýrur sem kallast L-tryptophan en það efni verður ekki til í líkamanum og þess vegna þarf að fá það úr fæðunni. Þetta efni er gjarnan notað í svefn- og kvíðalyf og lyf sem hjálpa fólki að slaka á.
Góða nótt!