Þessi 12 ára stelpa er alveg hreint frábær og okkar uppáhald – en hún er þáttakandi í einni stærstu hæfileikakeppni í heimi og er komin alla leið í úrslitin.
Þegar hún mætti í prufur, fyrir mörgum vikum síðan, er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn hjá dómurunum enda hún fékk gullna hnappinn hjá Mel B.
Stúlkan heitir Darci Lynne og er alveg fáránlega hæfileikarík. Þessi frammistaða hennar frá því í gærkvöldi, 19. september, er mjög líkleg til að færa henni sigur í keppninni. Við bíðum spennt eftir úrslitum!