Hún er ekki nema 9 ára gömul en með rosalega rödd – og hún heitir meira að segja Celine eftir hinni einu og sönnu stórsöngkonu Celine Dion.
Ekki nóg með það því litla systir hennar heitir Dion. En foreldrar stúlknanna eru heillaðir af Celine Dion.
Og hér syngur hin 9 ára gamla Celine eitt þekktasta lag stórsöngkonunnar, í prufu í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent, og gjörsamlega heillar alla upp úr skónum.