Hinn 10 ára gamli Lev mætti í dansprufur á dögunum af því hann vildi að bekkjarfélagar sínir sæju hvað hann væri góður dansari. En honum hefur verið strítt í skólanum fyrir að vera samkvæmisdansari og fyrir búningana sem hann klæðist í dansinum.
Þessi ungi drengur elskar að dansa og gleðin skín úr andlitinu þegar hann er á dansgólfinu enda velktust dómararnir ekki í vafa um hversu mikla ánægju hann hefur af dansinum.
Hæfileikaþátturinn So You Think You Can Dance er núna með þáttaröð tileinkaða ungum dönsurum á aldrinum 8 til 13 ára. Og þar sem Lev er 10 ára gat hann tekið þátt en hins vegar gat dansfélagi hans, hún Sophia, ekki tekið þátt þar sem hún er of ung.
Lev er greinilega ekki alveg óvanur því að koma fram því það má sjá hann dansa í nýjasta myndbandi Justin Timberlake.
Og flottur er hann strákurinn – enda flaug hann áfram!