Aldur er engin afsökun. Það er ekki annað hægt en að vera snortinn þegar maður horfir á þetta myndband með rokkhljómsveitinni „The Zimmers“, sem inniheldur án efa elstu rokkara í heimi.
Það var einn bjartan sumardag að 40 eldri borgarar þrömmuðu inn í Abby Road hljóðverið (þar sem Bítlarnir gerðu plöturnar sínar) og tóku upp gamla slagarann „My generation“. Aðalsöngvarinn er komin yfir nírætt og samt er hann ekki sá elsti í bandinu.
Hugmyndina að þessu uppátæki fékk heimildaþáttagerðamaðurinn Tim Samuels frá BBC þegar hann var að vinna að heimildamynd um aðbúnað aldraðra á Bretlandi. Það var ekki að spyrja að því að hljómsveitin sló í gegn á einni nóttu og hefur farið sigurför um heiminn.
Hér með sannast að þú getur gert hvað sem er á hvaða aldri sem er.
Sigga Lund