Hún Elsie hefur aldrei verið í skóla og aldrei lært ensku – og hún er blind.
Það stendur samt ekki í henni að syngja lög sem Whitney Houston og aðrir þekktir listamenn hafa gert fræg í gegnum tíðina.
Elsie býr með fjölskyldu sinni í litlu þorpi á Filippseyjum og hún hefur svo sannarlega hlotið þá náðargáfu að geta sungið.