Þessi tyrkneski fótboltaáhugamaður er gjörsamlega að missa sig yfir EM í fótbolta.
Á meðan hann horfði á leik Tyrklands og Króatíu á sunnudaginn spurði kona hans hann spurningar og hann brást illa við og varð virkilega pirraður. Konunni var nóg boðið og ákvað að hrekkja hann aðeins… en þetta varð kannski aðeins meira en lítill hrekkur.
Flest höfum við misst stjórn á skapi okkar en kannski ekki margir eins og þessi fóboltaáhugamaður
Konan kom falinni myndavél fyrir til að taka viðbrögð hans upp og notaði síðan app í símanum til þess að rugla rásirnar á sjónvarpinu og skipti stöðugt um stöð.
Já, hann missir sig aðeins…