Hún Claire litla sprengir algjörlega krúttskalann í þessu myndbandi.
Margir kannast við hana Claire en hún hefur sungið með pabba sínum frá því hún var pínulítil og sló í gegn í netheimum þegar hún var aðeins þriggja ára gömul. Í dag er hún sex ára.
Við erum miklir aðdáendur – enda höfum við birt nokkur myndbönd með þessum litla snillingi.
Hér syngur hún lag Elvis Presley, Can´t Help Falling In Love, í glænýju myndbandi.