Við förum ólíkar leiðir í lífinu og þótt fólk telji sig velja rétt fyrir sjálft sig og heilsuna er það engin trygging fyrir langlífi og góðri heilsu. Það virðist bara vera þannig að það er engin trygging fyrir neinu.
Hér á eftir er þýddur texti sem sagður er vera frá leikaranum Keanu Reeves – hvort sem textinn er frá honum eða ekki þá má svo sannarlega taka innihald hans til umhugsunar.
Og þannig hljóðar hann
Móðir vinar míns hefur borðað hollt alla sína ævi. Hún hefur aldrei drukkið vín eða neytt óhollustu, hún hefur stundað líkamsrækt á hverjum degi og er mjög lipur og virk. Hún tók ætíð öll þau bætiefni sem læknirinn hennar mælti með og var aldrei í sólinni án þess að bera á sig sólarvörn en þegar það gerðist var það í eins stuttan tíma og mögulegt var. Hún virkilega gætti að heilsu sinni með öllum ráðum og dáðum. Hún er núna 76 ára og er með húðkrabbamein, beinmergskrabbamein og beinþynningu á háu stigi.
Pabbi vinar míns borðar beikon á beikon ofan, smjör á smjör ofan, fitu á fitu ofan, og hann hefur aldrei og þá meina ég aldrei stundað líkamsrækt. Hann var stöðugt úti í sólinni og skaðbrann á hverju sumri – í grundvallaratriðum tók hann þá ákvörðun að lifa lífinu til fulls en ekki eins og aðrir sögðu honum að gera. Hann er 81 árs og læknar segja hann jafn hraustan sem hann ungur væri.
Þið getið ekki falið ykkur fyrir ykkar eitri. Það er þarna úti og það mun finna þig. Svo með orðum móður vinar míns; ef ég hefði vitað að lífu mínu lyki á þennan hátt þá hefði ég lifað því meira til fulls og notið alls þess sem mér var sagt að gera ekki.
Ekkert okkar sleppur héðan lifandi, svo vinsamlegast hættu að koma fram við sjálfa/n þig eins og eitthvað sem á að gera seinna.
Borðaðu gómsætan matinn. Gakktu í sólinni. Hoppaðu í sjóinn. Segðu það sem þér liggur á hjarta. Láttu kjánalega. Vertu góður. Vertu skrýtinn. Þú hefur nefnilega engan tíma til þess að sleppa því.