Ég veit ekki hvort það telst til vandamála, en við konur þekkjum vel hversu stutt varaliturinn endist á vörunum. Við fáum okkur einn kaffibolla og búmm! Hann er farinn. Þetta á við um glossið líka.
En við erum að sjálfsögðu við þessu búnar og erum sífellt að bæta á varirnar enda er varaliturinn og glossið eins og staðalbúnaður í töskunni. Þannig er það alla vega hjá mér.
Langvarandi varalitir
Fyrirtæki sem framleiða snyrtivörur þekkja þetta „vandamál“ vel og svöruðu því fyrir óralöngu með því að framleiða langvarandi varaliti sem eiga í sumum tilfellum að endast á vörunum allan sólahringinn. En gera þeir það? Tékkum á því!
Í myndbandinu hér að neðan má sjá fjórar konur prófa fjórar tegundir af langvarandi varalitum til að sjá hvernig þeir endast.
Í þessari tilraun drekka þær kaffi, borða tacos og kyssa með varalitinn á. Þær nota langvarandi varaliti frá Covergirl, Maybelline, L‘oréal og Revlon. Hver þeirra skyldi endast best?
Sigga Lund