Elliglöp og Alzheimer eru ekki einn og sami hluturinn. Hægt er vera með tegund elliglapa sem er algjörlega ótengd Alzheimer sjúkdómnum.
Elliglöp eru ákveðnar heilaskemmdir sem hafa áhrif á daglegar athafnir og samskipti.
Alzheimer eða elliglöp
Alzheimer er algengasta form elliglapa en elliglöp eru ekki einn ákveðinn sjúkdómur heldur ósértækt sjúkdómsheilkenni eða röð einkenna og merkja. Orðið elliglöp vísar til hnignunar á vitsmunalegri getu, eins og minni, erfiðleikum við hugsun og rökfærni sem hefur neikvæð áhrif á daglegt líf einstaklingsins.
Hvað veldur elliglöpum?
Algengasta orsökin er Alzheimer og æðasjúkdómar, en skert blóðflæði til heilans getur valdið röð lítilla heilablóðfalla. Þá getur hrörnun taugafrumna valdið elliglöpum sem og ákveðnar truflanir í líkamsstarfsemi er geta leitt til taugaskemmda.
Einkenni elliglapa
Minnisleysi
Geta ekki auðveldlega staðsett sig eða þekkt kunnuglega staði
Daglegar athafnir taka lengri tíma en áður
Erfiðleikar við að höndla peninga og að greiða reikninga
Léleg dómgreind sem leiðir til slæmra ákvarðana
Minni frumkvæðni og þess að gera eitthvað óvænt
Skap- og persónuleika breytingar
Aukinn kvíði
Alzheimer
Elliglöp er notað yfir röð einkenna sem hafa neikvæð áhrif á minni en Alzheimer er framsækinn heilasjúkdómur sem sem hægt og rólega veldur þverrandi minni og hnignun á vitsmunalegri getu.
Einkenni Alzheimer fara yfirleitt að láta á sér kræla eftir sextugt en í dag er sífellt yngra og yngra fólk að greinast með sjúkdóminn. Heilaskemmdirnar hefjast mörgum árum áður en einkennin gera vart við sig.
Einkenni Alzheimer
Erfiðleikar við að muna nýliðna atburði eða samræður
Áhugaleysi
Þunglyndi
Skert dómgreind
Ruglingur með stað, stund og fólk
Breytingar á hegðun
Erfiðleikar við tal, við að kyngja og að labba
Nýjar rannsóknir sýna fram á sláandi tölur á algengi Alzheimer og dauða af völdum sjúkdómsins. En dánartíðni af völdum Alzheimer og annara ellliglapa jókst um 68 prósent á milli áranna 2000 til 2010 – á meðan dánartíðni af völdum hjartasjúkdóma, heilablóðfalls og eyðni hefur lækkað.