Ert þú ein/n af þeim sem tekur allt persónulega og lætur það síðan hafa neikvæð áhrif á líf þitt?
Hvað fólk segir við þig eða um þig ætti aldrei að stjórna lífi þínu – þótt það vilji engu að síður oft gerast.
Þetta getur vissulega verið erfitt og kannski auðveldara sagt en gert. En hér eru sjö góð ráð sem klárlega hjálpa.
Hættu að taka öllu svona persónulega
1. Vertu þú sjálf/ur
Það er alltaf best að vera maður sjálfur og gera það sem manni býr í hjarta – hvað sem öðrum kann að finnast.
Þótt það geti verið erfitt þá hefur það ekkert upp á sig að velta því sífellt fyrir sér hvað öðrum finnst. Ekki láta þetta snúast um aðra heldur hver þú ert og hvað þú stendur fyrir. Og ef öðrum líkar það ekki þá er það þeirra vandamál, en ekki þitt!
2. Þetta hefur ekkert með þig að gera
Það sem fólk segir um þig eða við þig hefur í sjálfu sér lítið með þig að gera. Hvernig fólk bregst við, hvað það segir og hvernig það kemur fram lýsir fyrst og fremst þeim sjálfum og hvernig þeim líður. Fólk bregst gjarnan við eftir því hvernig því líður og hvað það er fást við þá og þá stundina.
Framkoma fólks endurspeglar þeirra eigin líðan. Svo ekki taka því persónulega því það hefur miklu meira með það að gera en þig.
3. Ekki velta þér upp úr orðum annarra
Sumir hafa skoðun á öllu og öllum og láta það allt flakka – hvort sem það er munnlega eða á netinu.
Neikvæðni, leiðinlegar og særandi athugasemdir og þar fram eftir götunum er nokkuð sem sumir einstaklingar hafa tamið sér. Og margir eru ósparir á svona leiðindi. Ekki láta slíkt eitra huga þinn og hjarta. Og alls ekki taka það persónulega því það lýsir aðeins þeim sem láta slíkt frá sér.
4. Hvað öðrum finnst er ekki þitt mál
Hvað aðrir kunna að hafa að segja um þig ætti ekki að skipta þig neinu máli. Með því að láta það hafa áhrif á þig ertu um leið orðin/n fangi skoðana annarra.
Þú getur ekki eytt lífinu í það að eltast við að reyna að gera eins og öðrum finnst.
5. Það er aldrei þess virði
Að velta sér upp úr því hvað öðrum finnst um okkur gerir lítið annað en að eitra huga okkar. Það er með ólíkindum hvað það getur skipt miklu máli hvað öðrum finnst.
Að eyða orku og tíma í að reyna að skilja af hverju þessi segir hitt og þetta um okkur og hvað hinum og þessum finnst um okkur er auðvitað tóm vitleysa sem skilar engu. Eyðum frekar orkunni í að þakka fyrir allt það jákvæða í lífinu og allt það góða fólk sem er í kringum okkur. Það mun hvort eð er aldrei öllum líka vel við okkur – þannig er það bara.
6. Ekki láta aðra eitra huga þinn og hjarta
Þótt þú verðir sár og reið/ur að heyra hvað aðrir segja máttu ekki láta það eitra líf þitt. Alls ekki láta hatur hreiðra um sig í hjarta þínu. Haltu þínu striki og ekki láta neikvæðni annarra ná til þín.
7. Að læra að fyrirgefa
Ef þér finnst einhver gera á hlut þinn skaltu hafa í huga að fyrgefningin er göfug og sterkir einstaklingar kunna að fyrirgefa.
Það er svo miku betra að geta fyrirgefið en að láta hatur og heift ráð ferðinni. Hafðu líka í huga að fyrirgefningin er ekki eingöngu fyrir hinn aðilann því í raun er hún eitt það besta sem þú getur gert fyrir sjálfa/n þig