Þessi kokteill er einstaklega sumarlegur og frískandi.
Hann inniheldur tekíla – og hvort sem þú trúir því eða ekki þá er tekíla talið geta haft ýmis góð áhrif á heilsuna.
Tekíla er t.d. talið geta viðhaldið réttu kólesterólmagni í líkamanum, losað eiturefni úr honum, fyrirbyggt ýmsa sjúkdóma í ristli, lækkað blóðsykur og fleira.
Þá er trönuberjasafi einnig talinn góður fyrir líkamann.
Trönuberja margaríta
4.5 cl silfur tekíla
2.25 cl cointreau
6 cl trönuberjasafi
skvetta af appelsínusafa
Setjið allt hráefnið ásamt klaka saman í hristara og hristið vel.
Dýfið brún glassins í salt.
Hellið drykknum í glasið.
Skreytið glasið með límónusneið.
Njótið!