Draumar geta svo sannarlega ræst – og sérstaklega þegar maður vinnur í því að láta þá rætast.
En það fékk hinn 16 ára gamli Christian að upplifa þegar hann mætti í prufur í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent.
Christian sem er einstaklega hógvær og ljúfur drengur sagðist aðeins hafa sagt nánustu vinum sínum að hann væri að fara í prufur – en hann var afskaplega stressaður fyrir prufuna. Sem virðist hafa verið algjör óþarfi því hann gjörsamlega rúllaði þessu upp með söng sínum og hlaut fyrir vikið gullna hnappinn og þar með ósk sína uppfyllta.