Þessi uppskrift að þessum góðu kjötbollum er eiginlega alveg fáránlega einföld.
Kannski muna margir eftir þessum bollum en þær voru yfirleitt gerðar litlar og gjarnan bornar fram sem pinnamatur í veislum.
En það er alveg fullkomið að gera þær stærri og bera þær fram sem kvöldmat með kartöflumús, sósu og sultu.
Allt í hrærivélina
Hráefninu er einfaldlega hrúgað saman í hrærivél og unnið snögglega saman. Síðan er gott að nota ísskeið til að móta bollurnar og fá þær allar jafn stórar á stuttum tíma.
Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift.
Það sem þarf
- 1 kg nautahakk (eða 500 g nautahakk og 500 g svínahakk)
- 2 egg
- 1 bréf púrrulaukssúpa
- 1 pakki rizkex (fínmulið)
Aðferð
Hrærið allt saman og mótið kjötbollur.
Bakið í ofni við 180° í 15 mínútur.
Og njótið!