Þegar hinn tveggja ára gamli Jack fór í Disney World féll hann gjörsamlega fyrir Mjallhvíti
Jack litli er einhverfur og talar ekki, og er auk þess einstaklega feiminn gagnvart öllum þeim sem hann þekkir ekki. Og þennan dag í Disney sýndi hann öllum þeim karakterum sem eru í garðinum ekki nokkurn áhuga… eða allt þar til hann hitti Mjallhvíti. Þá var allt annað uppi á teningnum.
Samkvæmt móður hans féll hann algjörlega fyrir Mjallhvíti og augun ljómuðu af ást. Móðir hans segist hafa orðið svo glöð og hún hafi fellt í það minnsta þúsund tár.
Þetta finnst okkur fallegt ♥