Sesar salat er alveg dásamlega gott eitt og sér… en hefurðu prófað það sem álegg á pizzu?
Það er alveg svakalega gott.
Þetta er líka fljótlegt að útbúa, sérstaklega ef þú kaupir pizzadeigið tilbúið. Þú einfaldlega bakar botninn fyrst með ostinum og setur svo salatið á áður en þú berð hana fram. Þeir sem vilja geta svo bætt kjúklingi við uppskriftina.
Það sem þú þarf
Pizzadeig að eigin vali – keypt eða heimagert
1 msk ólífuolía
1 tsk ítalskt krydd
1 bolli (60g) rifinn cheddar ostur
4 bollar (150g) iceberg salat eða salat að eigin vali
10 kirsuberjatómatar, skornir til helminga
¼ bolli rifinn parmesan ostur
¼ bolli Sesar salat-dressing (fæst tilbúin í verslunum)
Aðferð:
Hitaðu ofninn í 200 gráður.
Settu bökunarpappír á ofnplötu og spreyjaðu hann með bökunarspreyi.
Leggðu pizzadeigið á pappírinn og settu síðan inn í ofn.
Bakaðu í 8 mínútur.
Eftir það er ólívuolíunni dreift jafnt yfir botninn og ítalska kryddinu stráð yfir.
Næst setur þú cheddar ostinn yfir.
Þá er pizzan bökuð aftur í 6 – 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.
Að lokum stráir þú salatinu, tómötunum og parmesan ostinum yfir og toppar svo með Sesar salat-dressingunni.
Sigga Lund
Uppskrift fengin af inspiredtaste.net