Okkur finnst Brownies mjög góðar – og okkur finnst líka gaman að prófa eitthvað öðruvísi.
Hér er ein einföld og öðruvísi brúnka, úr bókinni Nenni ekki að elda eftir Guðrúnu Veigu Guðmundsdóttur, sem kom út hjá Bókaforlaginu Sölku.
Hér bætir Guðrún Veiga saltkringlum og karamellusósu við Betty Crocker Brownie Mix. Hljómar vel, ekki satt?
Það sem þarf:
Betty Crocker Brownie Mix
Egg og olía
Saltkringlur
Karamellusósa
Bæði er hægt að kaupa karamellusósu eða útbúa sína eigin:
1 bolli púðursykur
4 msk. smjör
1/2 bolli rjómi
1 tsk. vanilludropar
Fáein korn af salti
Sósan:
Blandið öllu saman í pott og sjóðið við vægan hita í 5-7 mínútur. Eða þangað til karamellan er orðin þykk og girnileg.
Aðferð:
Brownie Mixið er útbúið eins og lög gera ráð fyrir. Gott getur þó verið að bæta við 2 matskeiðum af vatni og 1 af olíu til þess að gera deigið aðeins blautara.
Setjið bökunarpappír í meðalstórt eldfast mót og smyrjið um það bil helmingnum af deiginu í botninn.
Þar á eftir kemur tvöfalt lag af saltkringlum. Raðið þeim vandlega ofan á.
Hellið síðan afganginum af deiginu yfir.
Þegar kakan hefur kólnað má hella vænu magni af karamellusósu yfir hana ásamt fáeinum saltkornum.