Það er bara ekki hægt að fá leið á Nutella enda eru notkunarmöguleikar þess nærri endalausir.
Hér er komin ný uppskrift að fáguðu en einföldu súkkulaðifrauði. Frauð, eða soufflé, eru nefnilega alltaf svo fáguð.
Og þessi eru tilvalin til að skella í eftir kvöldmatinn eða hvenær sem hugurinn girnist. Því það tekur alls ekki langan tíma að útbúa þessa dásemd.
Það sem þarf fyrir tvo
½ bolli Nutella
2 egg
1 tsk sykur
ósaltað smjör
kakó
Aðferð
Hitið ofninn að 190 gráðum.
Smyrjið tvö lítil form með smjöri og dreifið síðan kakó yfir allt formið.
Hrærið 2 eggjarauður og Nutella saman í skál.
Setjið eggjahvíturnar í aðra skál og þeytið þar til þær verða að froðu.
Bætið þá sykri saman við og hrærið vel saman þar til blandan er orðin stíf.
Blandið hrærðu eggjahvítunum saman við Nutella blönduna í þremur skömmtum og hrærið varlega saman.
Setjið þá í formin og bakið í heitum ofninum í 15 til 17 mínútur.
Takið út úr ofninum og berið strax fram.
Sjáið hér hvernig þetta er gert