Á mínu heimili eru brúnkur í miklu uppáhaldi og finnst okkur gaman að leika okkur með þetta hráefni.
Einfalt og gott
Og það er einhvern veginn þannig að það virðist svo margt passa með brúnkunum.
Hér er ein einföld uppskrift þar sem hún Betty Crocker vinkona okkar leggur okkur lið en brúnkurnar hennar eru alltaf jafn góðar, þægilegar og einfaldar.
Í þessari uppskrift eru það hneturnar og karamellan sem gera brúnkurnar sérstaklega ljúffengar og saltkaramellusósan smellpassar svo með þessu.
Það sem þarf
1 pakki Betty Crocker Chocolate Fudge Brownie Mix
Isio 4 olía
vatn
1 egg
Snickers í bitum
saltkaramellusósa (tilbúin úr krukku)
Aðferð
Hrærið innihaldi pakkans saman við olíu, vatn og egg. Blandið þessu vel saman. Mér finnst reyndar alltaf rosa gott að nota tvo pakka, sem sagt tvöfalda uppskriftina, og hafa kökurnar aðeins þykkari.
Setjið helminginn af deiginu í ferkantað kökuform.
Leggið þá Snickersbitana ofan á deigð. En bitana er hægt að kaupa tilbúna í sælgætisdeildinni.
Dreifið síðan restinni af deiginu yfir súkkulaðið.
Bakið samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Takið út úr ofninum og leyfið aðeins að kólna.
Skerið í bita og dreifið saltkaramellusósu yfir.
Njótið!
jona@kokteill.is
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í