Flestar konur hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig makinn á að vera eða ekki vera. Listinn getur þó verið ólíkur frá einni konu til annarar og hann getur líka verið langur.
En þegar öllu er á botninn hvolft eru það eftirfarandi eiginleikar sem konur leita eftir í hinum eina sanna karlmanni.
1. Virðing
Konur vilja menn sem umfaðma konur sínar eins og þær eru og virða tilfinningar þeirra. Þá þurfa þeir að sjálfsögðu einnig að bera virðingu fyrir sjálfum sér.
2. Sjálfsöryggi
Konur vilja menn sem eru öruggir með sig. Menn sem standa með sjálfum sér og því sem þeir trúa á, og sem halda gildum sínum. En hins vegar ekki menn sem eru með endalausa kaldhæðni og gagnrýni.
3. Styrkur
Konur hrífast af mönnum sem búa yfir styrk, hafa stjórn á skapi sínu og eru jákvæðir.
4. Herramaður
Konur hrífast af herramönnum. Mönnum sem vita hvernig á að koma fram við konur og eru ekki stjórnsamir.
5. Sjálfstæði
Sjálfstæði er mjög mikilvægur eiginleiki sem karlmaður þarf að búa yfir. Maður sem borgar reikningana sína og getur til dæmis eldað matinn sinn sjálfur.
6. Útlit
Konum finnst mikilvægt að menn hafi metnað fyrir að vera vel snyrtir. Einnig er nauðsynlegt að þeir klæði sig smekklega. Skemmir heldur ekki fyrir að þeir hafi fyrir því að halda sér í formi.
7. Samskipti
Maður sem getur tjáð sig og átt heilbrigð samskipti er eitthvað sem konur heillast af. Það skiptir ekki minna máli að hann geti hlustað á konu sína þegar hún þarf að tjá sig um áhyggjur sínar, drauma og þrár.
8. Vitsmunir
Konum finnst ekki leiðinlegt að eiga mann sem er félagslyndur og getur haldið uppi þokkalegum samræðum við fjölskyldu og vini.
9. Ástríða
Maður sem getur sýnt konu að hann hafi ástríðu fyrir hlutum í lífinu hittir konur beint í hjartastað – allt frá vinnunni og inn í svefnherbergi.
10. Húmor
Konum finnst þær heldur betur hafa dottið í lukkupottinn þegar þær kynnast manni sem hefur góðan húmor og skilur mikilvægi þess að geta látið þær hlæja. En húmor er rosalega góður eiginleiki í manni!