Helgarnar eru svo tilvaldar til að prófa eitthvað nýtt, og hvað er betra en að útbúa góðan dögurð/brunch fyrir fjölskyldu og vini.
Hér er uppskrift að stórgóðum eggjum í sparibúningi sem slá í gegn.
Það sem þarf
3-4 egg
Brauð til að gera 3 – 4 bolla af brauðraspi
Salt, rósmarín, steinselja, blóðberg (kryddið er val og fer eftir smekk)
Olía til steikingar
Vatn
Edik
Hveiti
1 egg hrært með örlítilli mjólk.
Aðferð
Brauð og krydd sett í matvinnsluvél og hrært þar til vel maukað.
Blandan sett á bökunarplötu og bakað í 135 gráðu heitum ofni í 10 til 15 mínútur eða þar til blandan er orðin vel þurr.
Á meðan eru eggin steikt/soðin í heitu vatni og örlitlu ediki í 4 til 5 mínútur, sama aðferð og við Egg Benedikt.
Látið eggin kólna í 10 til 15 mínútur.
Veltið eggjunum síðan upp úr hveiti og eggjablöndunni og að lokum brauðraspinu.
Leyfið eggjunum að liggja í um 5 mínútur í raspinu og gætið þess að þekja eggin vel.
Setjið olíu í pott og hitið.
Steikið eggin í olíunni í 2 til 3 mínútur eða þar til þau eru gyllt – það má alls ekki ofelda þau.
Setjið þau síðan á eldhúspappír og látið leka af þeim og leyfið þeim að kólna í svona 3 til 4 mínútur.
Svo er bara að njóta með fjölskyldu eða vinum.
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert