Góð melting er afar mikilvæg fyrir heilsu og almenna vellíðan. Til þess að hafa næga orku yfir daginn þarf líkaminn að geta unnið almennilega úr þeim næringarefnum sem honum eru gefin.
Ef meltingin og efnaskipti líkamans eru slæm getur það bæði leitt til vanlíðunar og þess að þú verðir hálf orkulaus.
Dúndur orkuskot
Þessi litli drykkur hér hjálpar meltingunni og kemur henni í gang. Byrjaðu daginn á þessu skoti og meltingin ætti að ganga eins og smurð vél út daginn.
Þetta þarf í skotið
15 ml af ferskum sítrónusafa
15 ml af lífrænu eplaediki
örlítið af engiferdufti
Blandað saman í lítið glas og drukkið strax.
Ef þetta er of sterkt má þynna drykkinn út með vatni. En annars er bara að skella skotinu í sig í einum sopa.
Góð efnaskipti
Heilbrigð efnaskipti eru stór þáttur í því að hafa næga orku út daginn. Á meðan meltingingarvegurinn sér um að brjóta næringarefnin niður þá eru það efnaskiptin sem sjá um að breyta þessum næringarefnum í þá orku sem líkaminn þarfnast.
Og þessi drykkur er góður fyrir efnaskiptin
15 ml af lífrænu eplaediki
15 ml af ferskum sítrónusafa
örlítið af Cayenne pipar.
Öllu blandað saman í lítið glas og drukkið strax.
Ef drykkurinn er of sterkur má bæta örlitlu hunangi út í hann.
Þetta skot örvar efnaskiptin og getur komið í veg fyrir þyngdaraukningu.