Þessi orkudrykkur er úr bókinni Safaríkt líf eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur sem kom út hjá bókaforlaginu Sölku.
Þorbjörg mælir með að drekka þennan þeyting, sem hún kallar þann klassíska, einu sinni í viku og segir hún virknina vera svo áhrifaríka að maður verði háður honum.
Sá klassíski
Það sem þarf (fyrir 1-2)
9 gulrætur (u. þ. b. 400 g)
10 cm engiferrót
2 appelsínur
1 tsk hörfræjaolía
½ msk af andoxunarblöndu frá Naturya
Aðferð
Renndu gulrótum og engiferrót fyrst í gegnum safapressuna.
Pressaðu síðan appelsínurnar og blandaðu olíunni og andoxunarblöndunni út í.
Skelltu drykknum í þig og finndu orkuna streyma um þig.
Hér er svo uppskrift að frábærum safa við bólgum og uppþembu.