Nú þegar jólahátíðin er senn á enda er ekki ólíklegt að einhverjum líði ekkert allt of vel eftir allt átið um jól og áramót.
Eftir allar dýrindis máltíðirnar, konfektið og eftirréttina er líkaminn jafnvel farinn að láta í sér heyra með tilheyrandi vanlíðan.
En hvað gerum við þá?
Fyrir utan að borða minna og gæta hófs yfir hátíðarnar er hér hálfgerð töfralausn – en það er þessi detox límonaðidrykkur.
Þessi einfaldi en frábæri sítrónudrykkur gerir kraftaverk. Ekki bara að hann sé stútfullur af góðum næringarefnum heldur róar hann líka magann og gerir meltinguna betri, auk þess sem hann hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni og að komast í jafnvægi á örskömmum tíma.
Þú getur drukkið hann strax eftir stórar máltíðir, þú getur byrjað daginn á honum eða notað hann til að núllstilla líkamann eftir jólaveislurnar áður en þú hefur þína venjulegu rútínu (til dæmis eftir þrettándann), bara eins og þér hentar.
En eitt er víst, þessi límonaðidrykkur hristir ærlega upp í kerfinu þínu, eflir þig og gerir góða hluti fyrir líkama þinn hvenær sem þú drekkur hann.
Hér er uppskriftin að töfradrykknum
Það sem þú þarft
Safi úr einni sítrónu
Ein teskeið hunang
Örlítið af Cayenne pipar
Örlítið af Engifer
Örlítið af negul
Sítrónusneið til skreytinga
Aðferð
Settu sítrónusafa, hunang, pipar, engifer og negul í bolla. Helltu heitu vatni yfir og hrærðu saman.
Skreyttu með sítrónusneið og njóttu.