Það er fátt notalegra en að sitja undir teppi með heitan drykk yfir vetrartímann – þegar myrkrið hefur tekur yfir og napur vindurinn hvín fyrir utan.
Það er jólafílingur í þessu og tilvalið að sötra þennan dásemdar drykk til jóla og um jól.
Þetta írska kakó smellpassar við árstíðina og er frábær aðventudrykkur.
Það sem þarf í írska kakóið
2,5 dl mjólk
0,6 dl (60 gr) súkkulaðidropar/súkkulaðibitar
1 tsk kakó
0,6 dl Baileys líkjör
Aðferð
Mjólkin og súkkulaðið hitað í potti og kakói bætt við.
Hitað að suðu og súkkulaðið brætt.
Líkjörnum hellt út í að lokum.
Hrært vel saman.
Drykknum hellt í könnu, glas eða bolla – og sykurpúðum hent ofan í ef vill.
Síðan er bara að njóta undir teppi við kertaljós.