Það fer ekkert á milli mála að kartöflur eru uppáhalds meðlætið mitt og ég hreinlega elska að prófa nýjar uppskriftir sem innihalda þetta frábæra hráefni.
Hér er ein alveg hrikalega girnileg og góð sem óhætt er að mæla með. Gott, einfalt og fljótlegt – alveg eins og maður vill hafa það.
Það sem þarf
9 stórar kartöflur (samt ekki bökunarkartöflur)
½ bolla ranch salatsósu
1 msk hvítlauksduft
1 tsk paprikuduft
1 tsk sjávarsalt
½ tsk pipar
1 bolla niðurrifinn cheddarost
¼ bolli graslaukur
Aðferð
Hitið ofn að 200 gráðum.
Látið vatn í stóran pott og hitið að suðu.
Þrífið kartöflurnar og skerið síðan í bita/teninga án þess að skræla.
Setjið kartöflurnar út í heitt vatnið og sjóðið í 10 mínútur.
Látið vatnið renna af kartöflunum og hafið þær áfram í pottinum.
Bætið þá sósunni, hvítlauksdufti, paprikunni, salti og pipar út í pottinn og blandið vel saman við kartöflurnar.
Færið þá kartöflurnar yfir í eldfast mót og bakið í ofninum í 30 til 35 mínútur.
Takið út úr ofninum og blandið rifna ostinum strax saman við og hrærið vel saman svo osturinn nái að bráðna.
Stráið graslauknum yfir að lokum.
Njótið!
Sjáðu betur hér í myndbandinu hvernig þetta er gert
jona@kokteill.is