Þetta er alveg dásamlega fallegt og bræðir mann algjörlega.
Þessi litli þriggja mánaða drengur heyrir hér í fyrsta sinn í foreldrum sínum og viðbrögðin eru svo yndisleg að maður fær kusk í augun.
Þegar Archer var þriggja vikna gamall var hann greindur heyrnaskertur en foreldrar hans komu honum strax á biðlista eftir heyrnartæki. Við tók tveggja mánaða bið og hér í myndbandinu má sjá þegar tækinu er komið fyrir og kveikt á því.