Flestir kannast við það að vera með banana í eldhúsinu sem liggja undir skemmdum – en þá er einmitt tilvalið að henda í eitt stykki gott bananabrauð.
Brauð með súkkulaði og sýrðum rjóma
Þessi uppskrift hér er alveg einstaklega girnileg en í hana er meðal annars notaður bæði sýrður rjómi (eða grísk jógúrt) og dökkt súkkulaði.
Þetta gerir brauðið auðvitað afar mjúkt og gott – og er fyrir vikið líklega með betri bananabrauðum sem þú hefur smakkað.
Það sem þarf
2 bollar hveiti
¾ bolli sykur
¾ tsk matarsódi
½ tsk salt
3 vel þroskaðir bananar, um 1 ½ bolli
¼ bolli sýrður rjómi eða grísk jógúrt
2 egg
1 ½ tsk vanilludropar
6 msk smjör, bráðið og kælt
1 bolli dökkir súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði
Aðferð
Hitið ofninn að 180 gráðum.
Hrærið hveiti, sykri, matarsóda og salti saman í skál. Setjið til hliðar og geymið.
Setjið egg, banana, sýrðan rjóma og vanilludropa í aðra skál og hrærið saman. Blandið bráðnu smjörinu saman og hrærið vel saman.
Búið til holu í hveitiblöndunni og setjið bananablönduna út í. Notið gúmmísleif til að blanda þessu vel saman. Leyfið blöndunni síðan aðeins að bíða.
Takið dæmigert brauðform og spreyið með bökunarspreyi. Setjið bökunarpappír í botninn og hliðarnar, búið til nokkurs konar vöggu fyrir deigið. Spreyið síðan bökunarspreyi líka á pappírinn.
Bætið að lokum súkkalaðidropunum út í deigið og blandið þeim varlega saman við.
Setjið þá deigið í formið og inn í ofn. Bakið í miðjum ofni í 50 til 55 mínútur, eða þar til pinni/tannstöngull sem stungið er í miðju brauðsins kemur hreinn út.
Takið brauðið út og látið standa í 10 til 15 mínútur áður en það er tekið úr forminu. Notið bökunarpappírínn (vögguna) til að lyfta brauðinu upp úr forminu.
Látið kólna – og njótið!
Uppskriftin kemur frá countrycleaver