Nú er sá tími sem nýjar jólaauglýsingar detta inn. Og við hér bíðum á hverju ári spennt að sjá þessar auglýsingar sem eru oftar en ekki fallegar sögur eða ævintýri.
Í Bretlandi er beðið árlega eftir auglýsingu frá stórversluninni John Lewis – en þeir þykja bera höfuð og herðar yfir aðra í slíkum auglýsingum. Nú er biðin búin og því segja Bretar jólavertíðina hafna.
Enn einu sinni hefur þeim hjá John Lewis tekist að gera auglýsingu sem fær fólk til að draga fram vasaklútinn – miðað við viðbrögðin í netheimum.
Í ár er það enginn annar en Elton John sem er sýndur virðingarvottur. En auglýsingin snýst alfarið um hann.
Sjón er sögu ríkari.