Þeir sem eru duglegir að lesa geta vænst þess að lifa lengur. Eða svo benda vísindalegar rannsóknir til.
Kyrrseta, sjónvarp og lestur
Hátt í fjögur þúsund manns tóku þátt í rannsókn á vegum Yale University, en þeir sem stóðu að rannsókninni vildu skoða hvaða áhrif lestur bóka og tímarita hefði á langlífi.
Í ljósi þess hversu slæm kyrrseta getur verið heilsunni og leitt til ótímabærs dauða vildu þeir rannsaka hvort það hefði sömu áhrif að horfa á sjónvarp eða að lesa.
Fyrri rannsóknir höfðu bent til þess að lestur gæti annað hvort dregið úr hættunni á ótímabæru andláti eða hefði nákvæmlega engin áhrif.
Getur lengt lífið að lesa
En niðurstöður rannsóknarinnar voru á þann veg að með því að eyða 30 mínútum á dag við lestur getum við lengt líf okkar. Bókaormarnir voru í 20 prósent minni hættu á ótímabæru andláti en hinir. Hvers konar efni fólk kýs að lesa virðist ekki skipta nokkru máli.
Ekki er vitað nákvæmlega hvað það er sem veldur en sérfræðingar eru þó með ákveðna kenningu um að lestur örvi heilann frekar en t.d. sjónvarpsgláp. Í bókum er þema og persónum gerð ítarlegri og dýpri skil sem hefur síðan bein áhrif á huga og heila – það er að segja að heilinn þurfi frekar að vinna við lesturinn en t.d. að horfa á sjónvarp.
Heimildir: Health.com