Þessi ungi maður hugsar vel um 93 ára gamla langömmu sína en hann tók við af ömmu sinni sem gat það ekki lengur vegna veikinda sinna.
Langamman þjáist af elliglöpum og getur ekki lengur gengið ein og óstudd en hún getur hreyft sig og það veit langömmubarn hennar.
Í þessu myndbandi hér býður hann langömmu upp í dans áður en hún fer á fætur og það er alveg yndislegt að sjá hvað hún ljómar eins og sólin allan tímann.
Eftir dansinn spyr hann langömmu síðan hvort þau eigi ekki að fá sér morgunmat saman.
Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem skipta máli!