Okkur finnst alltaf spennandi þegar jólaauglýsingarnar fara að birtast og þá sérstaklega hjá stórum erlendum fyrirtækjum sem leggja mikið í svo vel takist til.
Breska stórverslunin John Lewis hefur undanfarin ár lagt mikið í sínar jólaauglýsingar og þær vakið athygli. Oft hafa þær verið það fallegar að sumir hafa þurft að hafa vasaklút við höndina.
En auglýsingin í ár er með aðeins öðru sniði – og hún kallar ekki á vasaklút. Hún er alveg bráðskemmtileg og mjög fyndin!
Ástæða þess að dýr leika stórt hlutverk í auglýsingunni í ár er sú að John Lewis er með söfnun í gangi fyrir The Wildlife Trusts og vonast fyrirtækið til þess að með auglýsingunni nái þeir að senda sterk skilaboð til almennings um dýralíf í Bretlandi.
Aðalstjarna auglýsingarinnar er Boxer hundurinn Buster.
Þetta er skemmtileg byrjun á jólaundirbúningnum.