Þau kynntust í sjötta bekk í grunnskóla og eru nú komin á tíræðisaldur – og þau eru með lykilinn að farsælu og hamingjusömu hjónabandi.
Í myndbandinu (hér að neðan) tala þau John og Evie um hvað hafi haldið hjónabandinu svona farsælu eins og raun ber vitni. En núna í október verða þau búin að vera gift í 75 ár. Viðtalið sem við sjáum í myndbandinu er reyndar tekið fyrir fimm árum síðan. John og Evie verða bæði 95 ára á þessu ári.
En hver er lykillinn að farsælu hjónabandi?
Evie segir að þrátt fyrir háan aldur sinn sé John enn á eftir líkama sínum, „hann segir að ég kveiki enn í honum“. Það sé því mikilvægt að gleyma ekki ástríðunni þegar maður eldist.
John segist skríða yfir á hennar helmings rúmsins á hverju einasta kvöldi til að vera nálægt henni.
Þau kyssa hvort annað góða nótt á hverju einasta kvöldi – og sleppa því aldrei.
Þau fara aldrei reið og ósátt í rúmið.
Evie segir að þau leiðist alltaf þegar þau ganga saman og það hafi þau gert síðan þau voru í menntaskóla. Og síðan bæta þau við í gríni að í dag leiðist þau aðallega til að veita hvort öðru stuðning svo þau detti ekki.
Þau eru sammála um að það mikilvægasta í hjónabandinu sé að vera góð við hvort annað og að vera góðir vinir – það megi alls ekki gleymast.
Þá skipti líka mjög, mjög miklu máli að hafa gaman og hlæja saman – en þau fíflast mikið í hvort öðru.
Og John bendir á að gleyma því ekki hvað þú hefur og hver er þér við hlið – sem sagt að kunna að meta makann.
Þar höfum við það; húmor, góðmennska og ástríða. Ekkert flókið!
Sjáðu þessi yndislegu hjón hér í myndbandinu.