Poppkorn býður upp á svo marga möguleika og því algjör óþarfi að sætta sig við að borða það alltaf bara með salti. Enda má í dag fá fallegar pakkningar með poppi í alls kyns útgáfum.
Hér eru þrjár sniðugar hugmyndir að hátíðarpoppi sem frábært er að gera og maula síðan með jólamyndinni.
En svona gott og flott poppkorn er líka sniðugt í litlar gjafir handa ættingjum, vinum eða vinnufélögum. Þá er því pakkað í fallega poka og skreytt.