Loðin eða rökuð karlmannsbringa?
Það tala margar konur á okkar aldri um það hversu notalegt er að liggja við hlið karlmanns og strjúka hendinni í gegnum bringuhárin.
En það er ljóst að við erum ekki allar sammála, því samkvæmt breskri könnun sem var gerð fyrir skemmstu kemur í ljós að flestar konur kjósa menn með rakaða bringu.
Hvað finnst íslenskum konum?
Konurnar voru meðal annars spurðar hvort þeim fyndist meira aðlaðandi; karlmaður með loðna eða karlmaður með rakaða bringu. Og aðeins 20% kvennanna vildu hafa mennina með bringuhár.
Það væri gaman að vita hvort íslenskar konur séu sammála þeim bresku. Hvað finnst þér? Kýst þú loðna eða rakaða karlmannsbringu?
Leyfi þessu myndbandi að fylgja með til gamans 🙂
Sigga Lund