Blómkál er stútfullt af góðum næringarefnum og vitamínum eins og C-vítamíni, K- og B6 vítamínum.
En það eru samt ekki allir hrifnir af venjulegu soðnu blómkáli og finnst það ekki nógu bragðmikið.
Frábær uppskrift
Hér er komin frábær uppskrift fyrir þá sem vilja hafa matinn aðeins bragðmeiri og stökkari – blómkálshöfuð sem er bakað í ofni er frábært meðlæti með mat.
Það sem þarf
1 lítið blómkálshöfuð
2-3 msk jómfrúar ólífuolía
sjávarsalt
3 msk ósaltað smjör
1 tsk hvítlauksduft
Aðferð
Hreinsið hausinn og skerið stilkinn þannig að hann geti staðið.
Hitið ofninn að 190 gráðum.
Setjið álpappír í ofnskúffu.
Berið ólífuolíuna á blómkálshöfuðið með pensli og saltið.
Hyljið síðan hausinn með álpappír.
Bakið í ofninum í 30 mínútur.
Bræðið smjörið í lítilli pönnu við lágan hita. Bætið hvítlauksduftinu við og leyfið að malla í svona 2 mínútur.
Takið blómkálið út úr ofninum og berið krydduðu smjörblönduna yfir hausinn.
Setjið aftur inn í ofn og bakið í 45 til 60 mínútur, þar til kálið er orðið mjúkt og gullinbrúnt.
Berið fram heitt.
Sjáðu hér hvernig þetta er gert
Uppskrift fengin hjá health.com