Viljir þú bæta ástand húðarinnar eða gera góða húð enn betri ættirðu að huga að því hvað þú borðar.
Sex fæðutegundir
Þessar sex ávaxta- og grænmetistegundir hér að neðan eru allar frábærar fyrir húðina. Það sem þær gera m.a. fyrir hana er að veita henni raka, draga úr bólgum, hjálpa til við sólarskemmdir og ýmislegt fleira.
Til að gera húðinni gott er ekki vitlaust að hafa þessar ávaxta- og grænmetistegundir sem hluta af fæðu þinni.
Gulrætur
Hátt hlutfall af karótenóíð sem er í gulrótum er talið hjálpa til við að bæta fínar línur sem myndast þegar sólarskemmdir verða á húðinni.
Avókadó
Fitan í avókadó hjálpar til við að draga úr bólgum í húðinni en bólgur eru einmitt helsti orsakavaldur ótímabærrar öldrunar húðarinnar.
Rauð paprika
Rauða paprikan inniheldur mikið magn af e-vítamíni og beta-karótín – en hvorutveggja hjálpar til við að halda raka í húðinni. Raki er mikilvægur fyrir öldrun húðarinnar og hrukkumyndun.
Sítrusávextir
Fyrir utan að vera þrælgóðir fyrir ónæmiskerfið þá hjálpar C-vítamínið í sítrusávöxtum við að auka kollagen í húðinni og ekki veitir af þegar húðin eldist.
Grænkál
Er stútfullt af andoxunarefnum. Þá er grænkál góð uppspretta járns sem hjálpar til við og eykur súrefnisflæði í húðinni – en það er góðri húð nauðsynlegt.
Tómatar
Þeir eru stútfullir af lycopene sem er öflugt andoxunarefni og allir vita hversu gott það er fyrir húðina.