Christopher Duffley fæddist árið 2001 eftir aðeins 26 vikna meðgöngu og var vart hugað líf. Móðir hans var fíkill og fæddist barnið með kókaín í líkamanum. Ýmsir líkamlegir kvillar fylgdu því og er hann meðal annars alveg blindur og með einhverfu.
Drengurinn var svo lánsamur að frænka hans og eiginmaður hennar tóku hann að sér og hafa alið Christopher upp. Hann talaði nær ekkert fyrr en hann hóf skólagöngu. Tónlist og söngur hafa gefið honum mikið og segja foreldrar hans hann hafa fullkomið tóneyra.
Hér syngur hann lagið Open the Eyes of My Heart.