Tónlistin er alþjóðlegt tungumál sem snertir milljarða manna alveg óháð þjóðerni eða bakgrunni.
Og það sannast svo sannarlega hér þegar tveir bláókunnugir menn spila saman á píanó á lestarstöð í París.
Annar maðurinn er frá Spáni og hann situr við píanóið að spila þegar hinn, sem er frá Alsír, kemur og spilar með honum.
Saman leika þeir af fingrum fram og fólkið á lestarstöðinni fylgist dolfallið með.
Þetta er ALVEG meiriháttar!