Það telst ætíð til tíðinda þegar nýtt efni kemur frá Björk enda er hún með eindæmum þekktur og viðurkenndur listamaður.
Í nóvember kemur út ný breiðskífa Bjarkar en nú þegar hefur hún sent frá sér myndband við eitt lag plötunnar. Myndbandið hefur vakið mikla athygli en þar klæðist Björk kjól sem hannaður er af snillingum Gucci tískuhússins sérstaklega fyrir söngkonuna.
Það tók 870 klukkustundir að klára meistaraverkið sem þessi kjóll er – 550 tímar fóru í kjólinn sjálfan og aðrir 320 í að skreyta hann. Þetta teljast 36 vinnudagar. En kjólinn er fyrir vikið gullfallegur og algjörlega í anda Bjarkar.
Viðbrögð við þessu fyrsta lagi af væntanlegri breiðskífu sem og við myndbandinu hafa verið afar góð en margir hafa beðið með öndina í hálsinum eftir nýju efni frá söngkonunni. Það er eitthvað stórkostlega dáleiðandi við þetta allt saman.
Í myndbandinu hér að neðan, frá Gucci, má síðan sjá vinnuna við kjólinn.