Ertu orðin þreytt/ur á því að liggja andvaka kvöld eftir kvöld og ná hreinlega ekki að sofna?
Og svo loksins þegar þú sofnar eftir langan tíma þá hringir vekjaraklukkan stuttu seinna!
Góður svefn er síður en svo sjálfsagður og flestir lenda einhvern tímann í því að geta ekki sofnað á kvöldin – og hjá sumum er svefnleysti viðvarandi vandamál.
Þegar erfitt er að sofna geta góð ráð verið dýr. Endalausar byltur í rúminu og að telja kindur gera oftast lítið gagn. Sumir taka svefntöflur á meðan aðrir leita annarra leiða til að fá þá hvíld sem þeir þurfa. Og flestir hafa á einhverjum tímapunkti prófað eitthvað til að ná að skikkanlegum svefni.
Þú átt þetta líklega í eldhússkápunum
Hér er ný og einföld leið sem margir lofa og það besta er að hún er náttúruleg. Og með því að nota náttúrulega aðferð losnar maður við þær aukaverkanir sem fylgja t.d. svefnlyfjum. Um er að ræða krydd sem margir eiga í eldhússkápunum og ef ekki þá er bara um að gera að kippa því með í næstu búðarferð.
Kryddið sem um ræðir er múskat og þykir hafa ýmis góð áhrif á líkamann og þar á meðal svefn. Ekki er þó ráðlegt að neyta of mikils af því í einu þar sem það er alræmt fyrir eituráhrif sé þess neytt í stærri skömmtum. En að neyta þess í litlu magni getur haft góð áhrif.
Prófaðu þessar tvær aðferðir
Sú fyrri
Taktu 1 bolla af vatni og bættu ¼ teskeið af múskat út í og hrærðu saman.
Drekktu þetta svona klukkutíma áður en þú ætlar í rúmið.
Alls ekki nota meira en ¼ úr teskeið.
Og sú seinni
Um 240 ml af mjólk (má líka nota kókosmjólk eða möndlumjólk)
1 tsk lífrænt hunang
¼ tsk múskat
Settu mjólkina í lítinn pott og hitaðu að suðu. Taktu þá af hitanum og blandaðu hunangi og múskati saman við. Það má líka bæta örlitlum kanil við til að bragðbæta drykkinn.
Drekktu þetta svo um 30 til 60 mínútum áður en þú ferð í rúmið.